Villy Søvndal lætur af embætti utanríkisráðherra Dana og mun einnig hætta á þinginu. Þetta hafa danskir fjölmiðlar fengið staðfest frá danska utanríkisráðuneytinu.

Søvndal er annar ráðherrann sem segir af sér embætti því Morten Bødskov sagði af sér sem dómsmálaráðherra í gær. Það gerði hann eftir að hafa sagt þingnefnd ósatt um ástæður þess að fyrirhuguð ferð ráðherra til Kristjaníu var ekki farin. Litið er alvarlega á það ef ráðherrar gerast ósannsöglir í danska þinginu.

Stutt er síðan Helle Thorning-Schmidt gerði miklar breytingar á ríkisstjórninni, eins og VB greindi frá . Nú er ljóst að aftur verður mikil breyting.