Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, óskaði eftir upplýsingum um það hversu margir ferðuðust með ráðherra á ferðalögum erlendis. Í svari Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra segir:

„Því fylgir embætti utanríkisráðherra að sækja fjölmarga fundi erlendis. Mismargir sækja fundi með ráðherra, sem nýtir oft eina og sömu ferðina til að sækja fleiri en einn fund. Í bókhaldi ráðuneytisins er ekki haldið sérstaklega utan um ferðir starfsmanna vegna funda með ráðherra heldur er kostnaðurinn gjaldfærður á þá skrifstofu sem verkefnin tilheyra. Reikna má með að jafnaði séu tveir í för með ráðherra, þ.e. aðstoðarmaður og einn embættismaður, þótt vissulega séu frávik í báðar áttir. Því má reikna með að ferðakostnaður ráðherra sjálfs sé um það bil þriðjungur af heildarkostnaði við ferðir ráðherra með föruneyti.“