Kennsluflugvél Flugskóla Íslands brotlenti í hrauni milli Hafnarfjarðar og Keilis á Reykjanesi í gær. Tveir karlmenn, annar á þrítugsaldrei og hinn á fertugsaldri, létust í slysinu en þeir voru báðir flugkennarar.

Tildrög slyssins eru óljós en lögregla og Rannsóknarnefnd samgönguslysa unnað rannsókn á vettvangi fram á kvöld

Flugvélin var af gerðinni Tecnam en hún framleidd fyrr á árinu en Flugskóli Íslands tilkynnti um kaup á vélinni og fjórum öðrum af sömu gerð i byrjun október. Kennurum og nemendum Flugskóla Íslands hefur verið boðin áfallahjálp.