Þrjátíu og níu Framsóknarmenn og -konur hafa skilað inn yfirlýsingu um kostnað vegna aðdraganda kosninga til Alþingis. Í tveimur kjördæmum var stillt upp framboðslistum, en í þremur var kosið um frambjóðendur á tvöföldum kjördæmisþingum. Kjördæmisþing í Suðurkjördæmi var haldið 12. janúar og í Suðvesturkjördæmi var kjördæmisþing haldið 8. desember. Þriggja mánaða frestur til að skila yfirlýsingu eða uppgjöri til Ríkisendurskoðanda er ekki runninn út.

Af ellefu frambjóðendum í Norðausturkjördæmi hafa tveir ekki skilað inn yfirlýsingu til Ríkisendurskoðunar, þau Anna Kolbrún Árnadóttir og Sigfús Karlsson. Frestur til að skila inn yfirlýsingu til Ríkisendurskoðunar rann út þann 1. mars síðastliðinn, þar sem kjördæmisþing var haldið 1. desember í fyrra. Aðrir frambjóðendur hafa skilað inn yfirlýsingu til embættisins. Er hér miðað við nýjustu upplýsingar á vefsíðu Ríkisendurskoðunar.

Allir frambjóðendur í Suðvesturkjördæmi hafa skilað inn yfirlýsingu til Ríkisendurskoðanda og þýðir það að kostnaður við framboð þeirra hefur ekki verið yfir 400.000 krónum á mann, því ella hefðu þau þurft að skila inn uppgjöri. Þrjú eiga eftir að skila inn yfirlýsingu eða uppgjöri vegna kjördæmisþingsins í Suðurkjördæmi, en eins og áður segir frestur til þess ekki runninn út. Þau eru Haraldur Einarsson, Páll Jóhann Pálsson og Haraldur Einarsson.