*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 4. nóvember 2013 09:37

Tveir hætta í stjórn Marel

Árni Oddur og Bruinsma hætta í stjórn Marel. Nýr stjórnarformaður var kosinn á föstudaginn.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Árni Oddur Þórðarson og Theo Rein Bruinsma hafa sagt sig úr stjórn Marel. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Marel stendi Kauphöllinni í dag. Eins og Viðskiptablaðið greindi frá á föstudaginn er Árni Oddur tekinn við sem forstjóri félagsins af Theo Hoen. Ásthildur Margrét Otharsdóttir tók á sama tíma við sem stjórnarformaður. 

Í tilkynningunni til Kauphallarinnar kemur fram að fimm menn munu skipa stjórn Marel fram að næsta aðalfundi, en samkvæmt grein 5,1 í samþykktum félagsins eiga stjórnarmenn að vera 7-9. 

Stikkorð: Marel