Belgíska lögreglan hefur handtekið tvo einstaklinga vegna gruns um að hafa skipulagt hryðjuverkaárás á fjölförnum svæðum í Brussel sem átti að eiga sér stað á gamlárskvöld.

Þá fundu belgísk yfirvöld gögn í fórum einstaklinganna sem gáfu til kynna að þeir væru mögulegir stuðningsmenn ISIS.

Belgísk yfirvöld greindu einnig frá því að handtökurnar voru ótengdar árásunum í París og að engin vopn eða sprengiefni fundust við leitina. Alls voru sex manns teknir til yfirheyrslu en fjórum þeirra var sleppt að þeim loknum.