Tveir Bandaríkjamenn hafa verið ákærðir fyrir að stela upplýsingum og nýta þær í hagaðarskyni í hlutabréfaviðskiptum. Mennirnir eru grunaðir um að hafa stolið upplýsingum frá þremur af stærstu lögfræðistofum Bandaríkjanna sem sérhæfa sig í samruna og yfirtökum félaga. Fréttastofa Reuters greinir frá.

Alríkissaksóknari segir að sakborningur, lögfræðingur að nafni Matthew Kluger, hafi unnið hjá öllum þremur lögfræðistofunum. Hann og fjárfestirinn Garrett Bauer högnuðustum um yfir 32,2 milljónir dala á 17 ára tímabili með notkun innherjagagna. Það jafngildir um 3,7 milljörðum króna. Fyrirtækin sem þeir fjárfestu í voru meðal annars tæknifyrirtækin McAfee og 3Com, samkvæmt kæru sem lögð var fram í dag.

Saknæmt athæfi Kluger er talið hafa verið stuldur upplýsinga um verðandi samruna og yfirtökur, sem lögfræðistofurnar komu nærri. Kluger kom upplýsingunum áfram til huldumanns sem síðan kom þeim til Bauers.

Ákæra á hendur mannanna er í 17 liðum, þar af snúa ellefu þeirra að ólöglegum viðskiptum vegna innherjaupplýsinga.