Bandarísku læknarnir Dr. John C. Lantis og Dr. Lee C. Rogers hafa tekið sæti í vísindaráði vestfirska lækningavörufyrirtækisins Kerecis. Fyrir eru í ráðinu fjórir virtir vísindamenn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Kerecis þróar, framleiðir og markaðssetur vörur til meðhöndlunar á sköðuðum líkamsvef og húð. Kerecis hlaut frumkvöðlaverðlaun Viðskiptablaðsins árið 2015.

John C. Lantis er æðaskurðlæknir og einn helsti rannsóknarlæknir heims á sviði sáralækninga, með yfir 300 birtar greinar. Lee C. Rogers er fótlæknir og alþjóðlegur sérfræðingur á sviði lækninga fyrir sykursýki og fætur. Hann hefur birt yfir 150 greinar um sáralækningar og líffærabólgur.

Að sögn Guðmundar Fertram Sigurjónssonar, forstjora Kerecis, eru þetta mikilvægar fréttir fyrir fyrirtækið og söluhvetjandi.