Nýlega gengu til liðs við Völvu lögmenn þær Guðríður Lára Þrastardóttir héraðsdómslögmaður og Kolbrún Þorkelsdóttir lögfræðingur.

Guðríður Lára hlaut vorið 2009 réttindi til að flytja mál fyrir héraðsdómi og starfaði frá árinu 2008 á OPUS lögmönnum. Sérsvið Guðríðar eru forsjár- og umgengnismál, mannréttindi og réttargæslu- og verjendastörf.

Kolbrún útskrifaðist frá Háskólanum í Reykjavík vorið 2014 og tók við starfi framkvæmdastjóra FJÖLÍS. Hún hafði áður starfað á Lex lögmannsstofu og Creditinfo en sérsvið Kolbrúnar eru hugverkaréttur, stjórnsýsluréttur og barnaréttur.

Aðrir lögmenn Völvu eru þær Helga Vala Helgadóttir hdl. og Kolbrún Garðarsdóttir hdl.

Valva lögmenn hefur sérhæft sig í réttindagæslu fyrir einstaklinga en einnig í þjónustu fyrir fyrirtæki og sveitarfélög. Valva lögmenn var stofnuð árið 2011 og eru höfuðstöðvar til húsa í Austurstræti 17, Reykjavík.