Gengið var frá ráðningu tveggja nýrra sviðsforseta við Háskóla Íslands í dag. Dr. Jóhanna Einarsdóttir, prófessor í menntunarfræði við Háskóla Íslands og forstöðumaður Rannsóknastofu í menntunarfræðum ungra barna, hefur verið ráðin forseti Menntavísindasviðs. Dr. Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði og forstöðumaður þróunar- og samstarfsverkefna við Háskóla Íslands, var ráðinn í starf forseta Félagsvísindasviðs.

Daði Már Kristófersson.
Daði Már Kristófersson.

Jóhanna Einarsdóttir lauk doktorsprófi í menntunarfræðum ungra barna árið 2000 frá Háskólanum í Illinois í Bandaríkjunum, M.Ed. námi 1977 og BS-prófi 1976 frá sama skóla.

Daði Már Kristófersson lauk doktorsprófi frá Norwegian University of Life Sciences árið 2005, meistaraprófi í auðlindahagfræði frá Landbúnaðarháskóla Noregs árið 2000 og B.Sc.-prófi í landbúnaðarfræðum frá Landbúnaðarháskóla Íslands árið 1997.

Jóhanna tekur við starfinu af Jóni Torfa Jónassyni prófessor í uppeldis- og menntunarfræði og Daði Már tekur við starfinu af Ólafi Þ. Harðarsyni prófessor í stjórnmálafræði.