Hildur Ólafsdóttir, sem ráðin hefur verið sem framvæmdastjóri nýs félags um hugbúnaðarþróun Rafarnarins, Spectralis, sem Viðskiptablaðið hefur fjallað um , hóf störf hjá Raferninum árið 2011 og tók við starfi framkvæmdastjóra árið 2016 eftir að hafa gegnt stöðu þróunarstjóra.

Hildur er með doktorspróf frá Danmarks Tekniske Universitet með sérhæfingu í hagnýtri stærðfræði og sjálfvirkri myndgreiningu á heilbrigðissviði.

Eftir doktorsnám starfaði Hildur um tveggja ára skeið við rannsóknir á sjálfvirkri vinnslu á segulómmyndum af hjarta. Hún hefur m.a. þróað hugbúnað fyrir tölvusneiðmyndir fyrir Danish Meat Research Institute í Danmörku (nú Danish Technological Institute) og 3D Craniofacial Research Lab.

Sigurður Haukur Bjarnason, sem hóf störf hjá Raferninum í febrúar 2016, tekur við sem framkvæmdastjóri Rafarnarins. Áður starfaði hann sem tæknimaður í þjónustudeild Olíudreifingar. Hann er rafvirkjameistari og raffræðingur frá Iðnskólanum í Reykjavík.