HB Grandi hefur boðað til hluthafafundar sem mun fara fram 27. júlí næstkomandi, þar sem að tveir nýir stjórnarmenn verða kjörnir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu félagsins til kauphallarinnar .

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Viðskiptablaðsins munu þessir tveir nýju stjórnarmenn koma inn í stað Rannveigar Rist, sem sagði sig úr stjórn félagsins í síðustu viku , og Guðmundar Kristjánssonar. Guðmundur, sem var nýlega skipaður forstjóri HB Granda, ætlar því að segja sig úr stjórn félagsins.

Samkvæmt tilkynningunni mun það liggja ljóst fyrir fimm dögum fyrir fundinn hvaða aðilar muni bjóða sig fram til stjórnarsetu í félaginu.