Tveir nýir stjórnarmenn voru kjörnir á aðalfundi upplýsingatæknifélagsins Origo í gær. Nýir stjórnarmenn eru Svafa Grönfeldt, sem starfar við nýsköpunarsetur MIT háskólann í Boston og fyrrum framkvæmdastjóri Alvogen, og Hjalti Þórarinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Marel og fyrrum framkvæmdastjóri þróunarsviðs Microsoft í Seattle. Gunnar Zoëga var sjálfkjörinn sem varamaður í stjórn. Formaður er Ívar Kristjánsson.

Samþykkt var aðgreiða hluthöfum arð sem nemur kr. 2,205 á hlut fyrir árið 2018. Heildarfjárhæð arðgreiðslunnar er um einn milljarð króna. Þá var ákveðið að lækka hlutafé félagsins úr 465.303.309 krónur að nafnverði í 459.600.000 krónur að nafnverði, og að eigin hlutir félagsins að nafnverði 5.703.309 krónur séu þannig ógiltir. Stjórn félagsins skal heimilt að uppfæra samþykktir félagsins til samræmis við hlutafjárlækkunina.

Tillagan var felld um breytingu á grein 5.1. samþykkta félagsins um að stjórn félagsins verði framvegis skipuð 5 mönnum og engum varamanni. Aðalfundur samþykkti að mánaðarleg stjórnarlaun 590.000 krónur fyrir formann og 270.000 krónur fyrir meðstjórnendur. Þóknun fyrir setu í undirnefndum verði 62.000 krónur fyrir hvern fund.