Til stendur að hefja framkvæmdir við tvo turna í Skuggahverfinu sem munu hýsa 76 lúxusíbúðir. Um er að ræða 11 og 18 hæða turna. Verklok eru áformuð haustið 2016, eftir um tvö og hálft ár. Samtals er um að ræða 9.600 fermetra af íbúðarhúsnæði. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu.

Þar segir að íbúðir í sambærilegum turnum í hverfinu hafi selst á allt að milljón krónur á fermetra. Samanlagt verðmæti þessara nýju íbúða sé því að minnsta kosti 6,5-7 milljarðar króna. Algengt verð í hverfinu er sagt vera um hálf milljón á fermetra.