Samið hefur verið um smíði á tveimur rækjutogurum fyrir grænlenskar útgerðir. Skipin eru hönnuð af Rolls-Royce og verða smíðuð hjá Freire skipasmíðastöðinni á Spáni. Þetta kemur fram í frétt á vef Fiskifrétta .

Grænlensku útgerðirnar eru Qajaq Trawl og Polar Seafood en Rolls-Royce hefur áður hannað skip fyrir þær. Togararnir verða 80 metra langir, búnir fullkomnustu tækjum og að sjálfsögðu sparneytnir í hvívetna. Í frétt á vef World Fishing segir að skipin verði afhent 2018/2019.