Halldór Pétur Ásbjörnsson og Sunneva Ósk Þóroddsdóttir hafa verið ráðin til Samherja í Sandgerði sem stjórnendur, en bæði eru sjávarútvegsfræðingar frá Háskólanum á Akureyri. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef félagsins.

Halldór Pétur
Halldór Pétur
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Halldór Pétur verður rekstrarstjóri vinnslu í Sandgerði. Hann lauk meistaragráðu í auðlindafráðum frá Háskólanum á Akureyri árið 2011, sjávarútvegsfræðum frá sama skóla árið 2009, og fiskeldisfræðum frá Háskólanum á Hólum árið 2006. Halldór hefur starfað sem verk- og verkefnastjóri í fiskiðjuveri Brims síðastliðinn áratug.

Sunneva Ósk
Sunneva Ósk
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Sunneva Ósk verður gæðastjóri vinnslu í Sandgerði. Hún er sjávarútvegs- og viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri og hefur starfað í sjávarútvegi frá fjórtan ára aldri, en hún starfaði hjá Arion banka samhliða náminu. Sunneva er Sandgerðingur.