*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Fólk 3. janúar 2019 10:41

Tveir nýir stjórnendur til Völku

Tveir nýir stjórnendur voru nýverið ráðnir til hátæknifyrirtækisins Völku.

Ritstjórn
Ívar Meyvatnsson og Kjartan Einarsson.
Aðsend mynd

Ívar Meyvantsson tók nýverið við starfi vöruþróunarstjóra hjá hátæknifyrirtækinu Völku. Vöruþróunarsvið er annað tveggja stærstu sviða innan fyrirtækisins og snýr starfsemi þess að hug- og vélbúnaðarþróun Völku. 

Ívar hefur víðtæka reynslu af nýsköpun og vöruþróun innan hátæknifyrirtækja og starfaði hann meðal annars um árabil í tengslum við lyfjaþróun í Bandaríkjunum. Hann var rekstrarstjóri bandaríska lyfjafyrirtækisins Invenra Inc. og framkvæmdastjóri heilbrigðistæknifyrirtækisins Mentis Cura ehf. Ívar er menntaður verkfræðingur og lauk doktorsprófi í heilbrigðisverkfræði frá Wisconsin-háskóla í Madison.

Kjartan Einarsson hefur verið ráðinn í starf yfirmanns daglegra innkaupa, birgðastýringu og lagers á framleiðslusviði Völku ehf. Kjartan hefur áralanga reynslu úr hátækniiðnaði og innkaupum, og undanfarin 15 ár vann hann við dagleg innkaup hjá Marel á Íslandi og stýrði þeirri einingu síðustu fjögur ár.

„Við erum gríðarlega ánægð með komu Ívars og Kjartans til Völku og þá þekkingu sem þeir koma með inn í fyrirtækið. Reynsla Ívars, bæði á Íslandi og erlendis, mun koma sér afar vel innan vöruþróunarsviðs sem og sú þekking sem Kjartan hefur safnað að sér innan hátækniiðnaðarins síðastliðin ár. Við höfum vaxið hratt upp á síðkastið og því má þakka okkar góða og reynslumikla starfsfólki sem er okkar helsti styrkleiki,“ segir Auður Ýr Sveinsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Völku.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is