Allir núverandi stjórnarmenn í HB Granda bjóða sig aftur til setu í stjórn félagsins.

Núverandi stjórn skipa Halldór Teitsson, Hanna Ásgeirsdótti, Kristján Loftsson sem er jafnframt formaður stjórnar, Rannveig Rist og Þórður Sverrisson. Auk þeirra bjóða Albert Þór Jónsson og Anna G. Sverrisdóttir sig fram til setu í stjórninni. Þetta kemur fram í tilkynningu til kauphallarinnar.

Stjórn HB Granda hefur einnig fengið kröfu frá Lífeyrissjóðs verzlunarmanna um að framkvæmd verði margfeldiskosning við stjórnarkjörið. Við margfeldiskosningu er gildi hvers atkvæðis skal margfaldað með fjölda þeirra stjórnarmanna sem kjósa skal og má hluthafi skipta atkvæðamagni sínu, þannig reiknuðu, í hverjum þeim hlutföllum, sem hann sjálfur kýs, á jafnmarga menn og kjósa skal eða færri.