Tveir nýir stjórnarmenn voru kjörnir í stjórn Arion banka á hluthafafundi sem fór fram í morgun. Það eru þau Benedikt Olgeirsson og Björgvin Skúli Sigurðsson.

Þeir koma inn í stjórn í stað Jóns G. Briem og Bjargar Arnardóttur, en hún var varamaður Freys Þórðarsonar sem hætti í stjórn fyrr á árinu þegar hann tók við framkvæmdastjórastöðu hjá Arion banka.

Stjórn bankans skipa nú: Monica Caneman, formaður stjórnar,  Guðrún Johnsen, varaformaður stjórnar, Agnar Kofoed-Hansen, Benedikt Olgeirsson, Björgvin Skúli Sigurðsson, Måns Höglund og Þóra Hallgrímsdóttir.

Varamenn stjórnar eru eftir sem áður: Björg Arnardóttir, Böðvar Jónsson, Guðrún Björnsdóttir, Hrönn Ingólfsdóttir, Kirstín Þ. Flygenring, Ólafur Árnason og Ólafur Örn Svansson.