*

mánudagur, 26. júlí 2021
Innlent 1. maí 2013 07:50

Tveir ráðherrar geta verið innan sama ráðuneytis

Ekki þarf að fjölga ráðuneytum til að fjölga ráðherrum. Meiri sveigjanleiki eftir breytingar á lögum um Stjórnarráðið árið 2011.

Ritstjórn
Það var þröngt á þingi þegar ráðherrarnir voru tólf talsins.
Haraldur Guðjónsson

Ómar H. Kristmundsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir auðveldara en áður að fjölga eða fækka ráðuneytum eftir breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands árið 2011. Í tíð fráfarandi ríkisstjórnar var ráðuneytum fækkað úr tólf í átta. Lengi voru ráðuneytin tíu talsins og nú hefur heyrst að þeim verði fjölgað þegar ný ríkisstjórn tekur við.

Ómar bendir þó á í samtali við Morgunblaðið í dag að ekki þurfi endilega að fjölga ráðuneytum til að fjölga ráðherrum, sem fæli í sér mikinn kostnað þar sem einingar hafi verið fluttar saman.

„Það er því heimilt að skipa ráðherra til að fara með tiltekna málaflokka innan ráðuneytis þótt það heyri að öðru leyti undir annan ráðherra. Þessu er ætlað að auka sveigjanleika,“ segir Ómar við Morgunblaðið.