Tveir stærstu hluthafar sænsku kauphallarsamstæðunnar OMX AB sögðu í dag að þeir munu halda áfram að styðja yfirtökutilboð bandarísku kauphallarinnar NASDAQ en væru engu að síður enn að meta tilboðið sem kauphöllin í Dubai lagði fram á föstudag.

Haft er eftir Fredrik Lindgren hjá Investor AB, stærsta hluthafa OMX kauphallarinnar með 10,7% hlut, að það væri ekki augljóst að tilboðið frá Dubai væri betra en það sem kom frá Bandaríkjunum.

?Nordea styður enn tilboð NASDAQ, það hefur ekkert breyst,? segir talsmaður Nordea ? þriðja stærsta hluthafann með 5,5% hlut.

Sænsk stjórnvöld, sem ráða yfir 6,6% hlut í OMX, eru vega og meta bæði tilboðin.