Nú þegar tveir mánuðir eru þar til frestur rennur út hefur 99 þúsund einstaklingum verið birt niðurstaða skuldaniðurfellingar á verðtryggðum fasteignalánum úr ríkissjóði, svonefndri Leiðréttingu. Sex þúsund hefur ekki verið birt niðurstaða við umsókn um niðurfellingu en 64% þeirra sem hafa fengið niðurstöðu eru búin að samþykkja niðurfellingu. Þetta kemur fram á fréttavef bb.is

Ætla má að fjármálastofnanir svari nú fyrirspurnum viðskiptavina um stöðu lána eftir niðurfellingu, en til marks um það hefur símtölum í þjónustuver Íbúðalánasjóðs fjölgað um helming frá áramótum. Sérstaklega velti viðskiptavinir því fyrir sér hví fyrsti gjalddagi hafi verið frábrugðinn öðrum, en það er vegna greiddra vaxta og verðbóta á útreiknuðum gjalddaga.