*

sunnudagur, 26. september 2021
Innlent 6. mars 2020 16:02

Tveir þriðju verðmætis í búfjárrækt

Nærri 7% aukning heildarframleiðsluvirðis landbúnaðarins á síðata ári, og nam 65 milljörðum króna í heildina.

Ritstjórn
Hörður Kristjánsson

Heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 6,8% á síðasta ári, og nam 65 milljörðum króna í heildina að því er Hagstofa Íslands greinir frá. Í þeirri tölu eru vörustyrkir meðtaldir en vöruskattar frádregnir. Hækkun framleiðsluvirðis má rekja til 4,2% verðhækkunar og 2,5% aukningar framleiðslumagns í samanburði við árið áður.

Virði afurða búfjárræktar var áætlað 43,1 milljarður króna sem er um tveir þriðju heildarvirðisins. Þar af eru vörutengdir styrkir og skattar um 12,1 milljarður króna, Virði afurða nytjaplönturæktar voru 17,5 milljarðar og þ.a. vörutengdir styrkir og skattar 667 milljónir króna.

Aðfanganotkun landbúnaðarins í heild var áætluð 42,5 milljarðar árið 2019 og hækkaði um 4,2% frá fyrra ári. Rekja má breytingu á notkun aðfanga til 6,2% hækkunar á verði og 1,9% magnlækkunar.