Gallup mælir umferð á helstu vefmiðlum landsins í samstarfi við alþjóðlega netmælingafyrirtækið comScore. Þar er innlend umferð greind frá erlendri og mæld atriði eins og fjöldi notenda, innlita og flettinga, sem er lykilatriði fyrir auglýsendur að vita og mikið undir hjá miðlunum.

Varla kemur nokkrum á óvart að þar bera Morgunblaðið og Vísir höfuð og herðar yfir aðra fjölmiðla á vefnum, en eins og sjá má eru 12 fjölmiðlar í 15 efstu sætunum á lista Gallup.

Sem sjá má skákar DV Ríkisútvarpinu á þessum vettvangi, sem kannski er ekki skrýtið, RÚV hefur aldrei náð sér á strik á vefnum. Systurmiðillinn Pressan er ekki langt undan, en samtals eru hún og DV ekki langt fyrir neðan Vísi.