*

fimmtudagur, 4. júní 2020
Innlent 23. maí 2020 10:01

Tveir turnar

Ríflega 80% auglýsingatekna prentmiðla liggja hjá dagblöðunum tveimur, Fréttablaðinu og Morgunblaðinu.

Ritstjórn
vb.is

Samkeppniseftirlitið lagðist í rannsókn vegna samruna Torgs og Frjálsrar fjölmiðlunar, útgáfufélaga Fréttablaðsins og DV. Þar á meðal á alls kyns tölfræði á fjölmiðlamarkaði, sem ekki liggur öll ljós fyrir.

Margt er auðvitað mælt, en annað má aðeins finna í bókhaldi fjölmiðlanna og liggur ekki á lausu.

Samkeppniseftirlitið skoðaði meðal annars markaðshlutdeild og tekjur á auglýsingamarkaði prentmiðla, en þó að birt vikmörk skýrslunnar hafi verið breið, má samt sjá í hendi sér að ríflega 80% teknanna liggja hjá dagblöðunum tveimur, Fréttablaðinu og Morgunblaðinu. Það er svo annað mál hve mikið er þar til skiptanna.