*

miðvikudagur, 23. september 2020
Innlent 29. desember 2014 16:30

Tveir tvísköttunarsamningar taka gildi um áramót

Tvísköttunarsamningar við Bretland og Kýpur, sem fullgiltir voru á árinu, munu koma til framkvæmda þann 1. janúar nk.

Ritstjórn
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson

Tveir tvísköttunarsamningar voru fullgiltir á árinu og munu þeir koma til framkvæmda þann 1. janúar 2015. Annars vegar er um að ræða endurgerðan samning við Bretland sem kemur í stað eldri samnings frá árinu 1991. Hinn samningurinn er hins vegar nýr og er við Kýpur. Þetta kemur fram á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

Einnig voru tveir upplýsingaskiptasamningar fullgiltir á árinu, annars vegar við Marshall-eyjar þann 30. ágúst 2014 og hins vegar við Niue þann 21. júní 2014. Þeir komu strax til framkvæmda við fullgildingu að því er varðar refsiverð skattalagabrot. Önnur málefni sem falla undir samningana koma til framkvæmda 1. janúar 2015.

Hægt er að nálgast samningana á vef ráðuneytisins.