Sjö buðu í 1. áfanga fyrirhugaðrar viðbyggingar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands sem opnuð voru 5. október. Í þessum fyrsta áfanga verður viðbyggingin steypt upp og innréttuð hæð fyrir hjúkrunardeild. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á tæpar 617 milljónir króna og voru tilboð tveggja verktaka undir kostnaðaráætlun.

Að neðanverðu eru tilboðsgjafar, fjárhæð og hlutfall þeirra af kostnaðaráætlun.

1. JÁ verktakar 588.782.154 95,4%
2. ÞG Verk 596.691.828 96,7%
3. Framkvæmd ehf. 626.000.000 101,5%
4. Rúmmeter ehf. 626.960.652 101,6%
5. Keflavíkurverktakar hf. 628.581.354 101,9%
6. Spöng ehf. og KJ verktakar sf. 660.719.400 107,1%
7. Íslenskir aðalverktakar 693.272.691 112,4%
Kostnaðaráætlun 616.851.731