TVG Zimsen hefur opnað skrifstofu í Bretlandi. Að sögn Björns Einarssonar, framkvæmdastjóra TVG-Zimsen, er opnunin í Bretlandi mikilvægur þáttur í þeirri sókn sem félagið er í og að tryggja hátt þjónustustig félagsins til íslenskra fyrirtækja frá þessum mikilvæga markaði sem Bretland er.

Í tilkynningufélagsins kemur fram að þetta er önnur skrifstofa TVG Zimsen utan Íslands en fyrir rekur félagið skrifstofu í Rotterdam í Hollandi. Félagið stefnir á að opna skrifstofur á fleiri lykilstöðum á árinu 2006.

Um TVG Zimsen

TVG Zimsen var stofnað 1894 og er elsta flutningsmiðlun landsins. Fyrirtækið býður upp á ahliða flutningsmiðlun og heildarlausnir fyrir íslensk fyrirtæki í sjófrakt, flugfrakt og skjalagerð.TVG Zimsen leggur mikla áheyrslu á hátt þjónustustig í flutningum frá dyrum seljanda og að dyrum kaupanda bæði í flugi og skipi.