Már Guðmundsson Seðlabankastjóri segir niðurstöður gjaldeyrisútboðsins vera tvíbenta.

Stórir aðilar tóku ekki þátt

„Á aðra röndina fengum við eitthvað 1.690 tilboð og við tókum 98% þeirra þannig að það er mjög mikið af einstaklingum og lögaðilum sem fara í gegn og hreinsast út úr aflandskrónustöðunni. Það er jákvætt. Á hina röndina er það alveg ljóst að frekar stórir aflandskrónueigendur hafa annaðhvort ekki tekið þátt eða boðið gengi sem við gátum ekki fallist á,“ sagði Már sem þó tekur fram að þetta hafi verið hannað sem síðasta útboðið áður en höft verða losuð á innlenda aðila.

„Þetta er hannað þannig að þeir sem fara ekki út núna þeir haldast inni í svipuðu umhverfi sem sagt efnahagslega og varðandi fjárfestingakosti eins og þeir hafa verið í fram að þessu með breytingum sem voru nauðsynlegar til að tryggja það að það umhverfi héldi jafnvel þótt við losum höftin á innlendu aðilana. Þeir fara aftast í röðina, þeir voru fremstir og svo einhvern tímann kemur röðin að þeim aftur.“ Þetta kemur fram á vef mbl .