Ísland og Bandaríkin hafa skrifað undir tvíhliða samningum um almannatryggingar milli landanna tveggja. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra og Robert Cushman Barbert, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, undirrituðu samninginn fyrir hönd ríkjanna í Velferðarráðuneytinu í gær. Þetta kemur fram í frétt á vef Vellferðarráðuneytisins.

Þegar samningurinn verður fullgildur þá mun hann tryggja Íslendingum sem starfa í Bandaríkjunum og Bandaríkjamönnum sem starfa á Íslandi aðgang að almannatryggingum, það er elli- og örorkulífeyri í viðkomandi landi.