Hlutabréf tæknifyrirtækja hækkuðu í dag eftir að bjartsýni fjárfesta jókst þegar hagnaður tölvufyrirtækisins Dell var kynntur. Hlutabréf Dell hækkuðu um 6% í dag.

Olíuverð olli nokkru óöryggi á mörkuðum í dag og olli því að Standard & Poor´s vísitalan endaði rauð í lok dags. Olíuverð hækkaði í dag, um 0,9% og kostar tunnan nú 127,54 Bandaríkjadali.

Nasdaq vísitalan hækkaði í dag um 0,57% og Standard & Poor´s hækkaði um 0,15%. Dow Jones lækkaði hins vegar um 0,06%.