Brúarsmiðjan er nýstofnað fyrirtæki á sviði menningarmiðlunar, sem hefur það meginmarkmið að byggja brýr á milli hinna skapandi greina og ferðaþjónustunnar. Margrét Sveinbjörnsdóttir, menningarmiðlari, er stofnandi og eigandi Brúarsmiðjunnar. „Þrátt fyrir að ferðamenn hafi alltaf jafn mikinn áhuga á íslenskri náttúru þá er áhugi á íslenskri menningu að aukast, ekki síst hjá íslenskum ferðamönnum.“ Margrét hefur undanfarin árið farið með ferðamenn í gönguferðir um Þingvallasveit á fimmtudögum þar sem áherslan er meiri á samtímasögu og menningu en á þjóðveldistímann, þegar hetjur riðu um héruð.

Hún segir hugmyndina með Brúarsmiðjunni að veita ráðgjöf um menningarmiðlun og hágæðamenningarferðaþjónustu og miðla menningu á lifandi, áhugaverðan og vandaðan hátt, með áherslu á upplifun, gagnvirkni og gæði. „Hugsunin er hvort tveggja að veita öðrum ráðgjöf við miðlun menningar og að miðla sjálf, með því að setja upp sýningar, viðburði og ýmsar eftirminnilegar upplifanir,“ segir hún.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.