Í dag var undirritaður í Nýju Delhí samningur milli Íslands og Indlands til að koma í veg fyrir tvísköttun. Af hálfu Íslands undirritaði Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, samninginn en fyrir hönd Indlands, P. Chidambaram, fjármálaráðherra.

Samningurinn nær til tekjuskatta. Helstu efnisatriði samningsins eru þau að samið er um 10%

afdráttarskatt af arði, vöxtum og þóknunum. Jafnframt er í samningnum ákvæði um upplýsingaskipti á milli landanna varðandi þá skatta sem samningurinn nær til svo og ákvæði um aðstoð við innheimtu skatta.