Hinn 23. september sl. var undirritaður í Valletta á Möltu samningur milli Íslands og Möltu sem mun koma í veg fyrir tvísköttun á fyrirtækjum og einstaklingum hvors lands um sig. Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra Íslands á Möltu með aðsetur í London og Cecilia Attard-Pirotta, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu á Möltu undirrituðu samninginn.

Samningurinn hefur þann tilgang að efla fjárfestingar milli landanna, en sem kunnugt er rekur lyfjasamsteypan Actavis lyfjaverksmiðju á Möltu og þar starfa um 300 einstaklingar.