Raforkuflutningskerfið er komið að þolmörkum og á næsta ári er mögulegt að orkuöryggi verði ekki tryggt. Staðan er einfaldlega sú að eftirspurn eftir raforku er meiri en framboð og til greina kemur að leita að staðbundnum lausnum og kanna hvaða smærri virkjanakostir koma til greina bæði í vatnsafli og jarðvarma. Þetta kom fram á málstofu sem Orkustofnun hélt  um miðjan mánuðinn. Í tilefni af 50 ára afmæli Orkustofnunar heldur hún mánaðarlega fundi um mál sem tengjast starfsemi stofnunarinnar.

„Fram kom að hægt er að framleiða allt að 70 MW af raforku úr borholum á 38 vinnslusvæðum sem í dag eru einvörðungu að hluta nýtt til húshitunar,“ segir í frétt Orkustofnunar af málstofunni,sem haldin var fyrir tveimur vikum.

Nánar er fjallað um málið í Orku og iðnaði, fylgiblaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast eintak af blaðinu á pdf-formi með því að smella á hlekkinn Tölublöð.