„Þetta er dagurinn til að minnast og taka eftir. Við minnumst þeirra sem voru drepnir þann 22. Júlí 2011 og taka eftir því að gildi okkar er sterkasta vörnin gegn hryðjuverkum og ofbeldi. Við verðum að taka stöðu gegn öfgum og hatri og við verðum að bjóða nýja hópa velkomna inn í norskt samfélag,“ segir Stoltenberg á facebook.

Rétt rösku ári eftir að hryðjuverkin voru framin í Noregi skilaði starfshópur, skipaður sérfræðingum, skýrslu um viðbrögð lögreglu við hryðjuverkunum. Niðurstaða skýrslunnar er að miklar brotalamir voru í norskum öryggismálum.