Heildarvelta OMX16ISK vísitölunnar nam 1.171 milljón króna í júní en meira en helmingur hennar var með bréf Marels, eða fyrir 639 milljónir króna. Alls stóðu viðskipti með bréf Marels og Össurar fyrir 88% af heildarveltu hlutabréfa í júní.

„Það er ljóst að dýpt markaðarins er ekki mikil og það vantar fleiri öfluga fjárfestingarkosti.  Ekki liggur ljóst fyrir hvenær næstu nýskráningar verða í Kauphöll Íslands en til stendur að Hagar verði skráð á þessu ári,“ segir í markaðsfréttum Íslenskra verðbréfa hf.