Félögum í Úrvalsvísitölunni, OMX Iceland 6 (OMX6ISK) fjölgar úr sex í átta í sumar. Breytingin tekur gildi við opnun markaða 1. júlí 2014 í tengslum við venjubundna hálfsársendurskoðun á samsetningu vísitölunnar.  Á sama tíma breytist nafn og auðkenni vísitölunnar til þess að endurspegla aukinn fjölda félaga. Nýtt nafn vísitölunnar verður OMX Iceland 8 (OMXI8).

„Uppbyggingu íslenska hlutabréfamarkaðarins miðar vel. Nýlegar skráningar hafa breytt markaðnum og skráningarhorfur eru góðar. Fjölgun félaga í Úrvalsvísitölunni OMX Iceland 8 endurspeglar þá þróun sem hefur orðið á undanförnum árum,” sagði Magnús Harðarson, aðstoðarforstjóri NASDAQ OMX Iceland í tilkynningu

OMX Iceland 8 vísitalan, Úrvalsvísitalan, er leiðandi vísitala NASDAQ OMX Iceland og samanstendur af átta veltumestu hlutabréfunum á markaðnum.