Tvö félög birta uppgjör í vikunni, 365 á fimmtudag og Marel á föstudag. Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir nokkrum viðsnúningi í rekstri 365 á öðrum ársfjórðungi, eins og fjallað var um í afkomuspá þeirra, en mæla þó með undirvogun sökum erfiðs rekstrarumhverfis og hárra margfaldara.

Marel hefur verið mikið í fréttum undanfarið vegna óbeins eignarhlutar síns í Stork. Greiningardeild Landsbankans  gerir ráð fyrir áframhaldandi bata á rekstri félagsins auk þess sem gengishagnaður vegna Stork verður þó nokkur.

Viðbót: Actavis hefur einnig boðað uppgjör sitt á morgun, fimmtudag.