Aðeins tvö íslensk félög er á lista yfir þau tíu úrvalsvísitölufélög sem hafa hækkað mest á norrænu mörkuðunum. Þrátt fyrir miklar hækkanir Úrvalsvísitölunnar. Það eru Landsbankinn og Bakkavör, segir greiningardeild Landsbankans.

Þetta vekur athygli í ljósi mikillar hækkunar á Úrvalsvísitölunni. Þannig hafa hækkanir íslenskra fyrirtækja verið jafnari og þau félög sem vega þyngst í vísitölunni hafa hækkað mest, segir greiningardeildin.

Eitt félagið stendur upp úr. Það er norska félagið Det Norske Oljeselskap (DNO). Félagið hefur hækkað um tæp 700% á síðustu 12 mánuðum. Félagið hefur á seinustu árum aflað réttinda til að leita eftir og vinna olíu og gas víða um heim. Á síðasta ári fundu þeir olíu í Írak.

Mörg fyrirtæki í norsku úrvalsvísitölunni eru tengd olíuiðnaðinum og hafa þau hækkað mikið í framhaldi af miklum hækkunum á olíuverði á síðasta ári.

Á hækkanalistanum eru fimm félög frá Noregi, eitt frá Finnlandi og eitt frá Danmörku en ekkert sænskt fyrirtæki nær inn á listann.

Íslensk og finnsk fyrirtæki hafa hækkað mest það sem af er árinu, en fimm fyrirtæki í Íslensku Úrvalsvísitölunni hafa hækkað um meira 10% og þrjú fyrirtæki í Finnlandi.


Mynd fengin að láni frá Landsbankanum.