Þann 1. október næstkomandi verða prentfyrirtækin Oddi, Gutenberg og Kassagerðin sameinuð undir nafni Odda. Þar með hverfa af sjónarsviðinu tvö af þekktustu nöfnunum í íslenskum prentiðnaði.

Prentsmiðjan Gutenberg var stofnuð í ágúst árið 1904 og Kassagerð Reykjavíkur, elsta umbúðafyrirtæki á Íslandi, sem var stofnuð 1932.

Vissulega eftirsjá

Jón Ómar Erlingsson, framkvæmdastjóri Odda, segir vissulega eftirsjá í þessum gamalgrónu vörumerkjum. „Það er þó okkar mat að við náum betur að sækja fram á markaðnum sameinaðir undir einu vörumerki.“

Hann segir að heildarvelta fyrirtækjanna sé um þrír og hálfur milljarður króna. Hann vildi þó ekki sundurliða það á fyrirtækin þrjú en lang stærstu póstarnir eru Oddi og Kassagerðin.

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .