Að jafnaði voru farin 65 áætlunarflug á dag frá Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði sem er níu ferðum meira en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í talningu Túrista .

Þar kemur fram að langflest flugfélögin hafi bætt við sig ferðum á milli ára. Hlutfallslega var aukningin mest hjá Easyjet, þar sem hún nam 40%, og Wow air þar sem ferðir jukust um 35%. Hins vegar stóð Icelandair undir mestri viðbótinni því vélar félagsins tóku 132 sinnum oftar á loft frá Keflavíkurflugvelli í júlí en á sama tíma í fyrra.

Í heildina fjölgaði áætlunarferðum frá flugvellinum um 268 og voru nú um 2.000 talsins.