Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,25% í 2,3 milljarða viðskiptum dagsins og stendur hún nú í 1.775,29 stigum. Aðalvísitala skuldabréfa stóð hins vegar í stað í 1.373,42 stigum í 3,2 milljarða viðskiptum.

Gengi bréfa TM hækkaði mest í viðskiptum dagsins, eða um 1,97% í 236 milljón króna viðskiptum og náði gengið upp í 36,20 krónur áður en markaðir lokuðu. Næst mest var hækkun á gengi bréfa VÍS, eða um 1,31% í 119 milljón króna viðskiptum en hvert bréf félagsins er nú á 13,14 krónur.

Mest lækkun var á gengi bréfa Icelandair, eða um 1,49% í 444 milljón króna viðskiptum og er gengi bréfanna nú 14,58 krónur. Næst mest lækkun var á gengi bréfa Reginn hf, eða 1,20% í 82 milljóna króna viðskiptum. Hvert bréf er nú selt á 24,65 krónur.

Mestu viðskiptin voru svo með bréf Marel, eða fyrir 577 milljónir króna, en bréf félagsins hækkuðu um 1,07% og náðu 377,00 krónum.