Fyrirtækið ThorIce hefur seinustu tólf ár þróað kælitækni í samstarfi við Rannís, Tækniþróunarsjóð og Matís. Þorsteinn Ingi Víglundsson verkfræð- ingur segir tæknina vera einstaka á heimsvísu. Hann er stofnandi, framkvæmdastjóri og einn eigenda félagsins og hefur rekið það síðan 2003.

ThorIce hefur varið tugum milljóna til þróunar á tækninni. „Við höfum verið að þróa lausnir fyrir fisk, kjúkling og vatnshreinsun sem byggja á sömu kjarnatækninni en markaðssetningin er ólík eftir því í hvað hún er notuð,“ segir hann. Á síðasta árið réði félagið fjóra starfsmenn og flutti framleiðslu sína til Íslands frá Danmörku, þar sem hún hafði verið síðan 2005.

Félagið framleiðir sérhæfðan kælibúnað fyrir fisk- og fuglaafurðir sem umlykur nýslátraðra afurð í hálffljótandi ískrapi. Þó að ískrapakæling sé ekki ný af nálinni hefur ThorIce þró- að einstakar og sérhæfðar aðferðir til að stjórna kælingunni nákvæmlega. Á vefsíðu ThorIce er fullyrt að með aðferðinni sé hægt að tvöfalda geymslulíf matvæla.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .