Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í gærkvöldi að samningur Íslands við Evrópusambandið um gagnkvæma niðurfellingu tolla af ýmsum vörum myndi tvöfalda innflutning á landbúnaðarvörum.

Var Benedikt þar að vísa í samnings sem gerður var við ESB í september árið 2015 og átti að taka gildi um síðustu áramót að því er fram kemur í Morgunblaðinu .

Gildistakan hafi þó dregist þar sem stofnanir ESB hafa ekki enn staðfest samninginn og er því ráðgert að gildistakan frestist fram á vor.