Erlendir eigendur að skuldabréfaflokkum RIKB25 og RIKB31 hafa frá byrjun árs tvöfaldað stöðu sína, úr tæpum 8,4 millj­örðum króna í byrjun árs í tæpa 16,1 milljarða í byrjun júlí. Mest var keypt í júní, en erlendir að­ilar keyptu fyrir 4,4 milljarða króna í mánuðunum í þessum skuldabréfaflokkum.

Þetta eru löng, óverðtryggð bréf með sveiflukennda ávöxtun. Ofangreint kann að benda til þess að erlendir fjárfestar sæki að nýju í vaxtamunarviðskipti til Íslands, en áform um afnám gjaldeyrishafta voru sem kunnugt er kynnt landi og þjóð í byrjun júní. Mikill munur er á vöxtum hér á landi og annars staðar, en vextir á tíu ára ríkisbréfum voru í gær 6,53% hér á landi, borið saman við 0,75% í Þýskalandi, svo dæmi sé nefnt.

Betra að fá beina erlenda fjárfestingu

„Við þekkjum það af okkar reynslu að það byggðust upp mikil vaxtamunarviðskipti fyrir hrun. Okkar gjaldeyrismarkaður réði ekki við það þegar menn vildu fara út. Þetta snýst því um að vera með nægilega djúpan gjaldeyrismarkað til að þola sveiflur, án þess að það kollsteypi gjaldmiðlinum. Íslenskur gjaldeyrismarkaður er ekki nógu djúpur til að ráða við mjög mikið einhliða flæði. Við þurfum að forðast það að byggja upp stóran stafla aftur,“ segir Stef­ án Broddi Guðjónsson hjá greiningardeild Arion banka.

„Við viljum gjarnan fá beina erlenda fjárfestingu, en við erum kannski ekki að leita að þeim sem eru að sækjast í skammtíma vaxtamun,“ bætir hann við.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .