Verslunin Birgisson hagnaðist um 184 milljónir króna í fyrra samanborið við 126 árið áður.

Tekjur jukust um 17% milli ára og námu 1,8 milljörðum og framlegð 688 milljónum og jókst um sama hlutfall.

Rekstrarkostnaður jókst öllu minna eða um 9,5%, sem má rekja nánast alfarið til „annars rekstrarkostnaðar“ sem hækkaði um 30 milljónir í 195.

Heildareignir námu 519 milljónum og eigið fé 365 milljónum sem er tvöföldun milli ára og hækkaði eiginfjárhlutfallið úr 41% í 70%. Greidd laun námu 184 milljónum og ársverk voru 17.

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.