Atvinnuleysi meðal karla á íslenskum vinnumarkaði mældist 7,6% í maí skv. árstíðarleiðréttum tölum Hagstofu Íslands. Atvinnuleysi meðal kvenna mældist nær helmingi minna eða 4,2%. Atvinnulausir karlar eru hins vegar meira en tvöfalt fleiri eða 8.700 einstaklingar á meðan atvinnulausar konur eru 4.000 talsins.

Stærðarmunurinn á fjölda og hlutfalli hér að ofan skýrist af því að 15.000 fleiri karlar eru starfandi en konur. Samtals eru starfandi karlar 106.200 starfandi sem 16% fleiri en konur sem eru 91.200 talsins. Af heildarfjölda starfandi einstaklinga er atvinnuleysi meðal karla 4,4% en 2% meðal kvenna.

Ástæðan er m.a. sú að 62% þeirra sem eru utan vinnumarkaðar eru konur eða 27.700 einstaklingar á meðan karlar utan vinnumarkaðar eru 17.200 talsins.

Umtalsverð fjölgun var meðal þeirra sem eru utan vinnumarkaðar í maí sl. miðað við sama mánuð í fyrra á meðan starfandi fólki fækkaði um 800 á sama tímabili. Samtals eru 44,900 einstaklingar utan vinnumarkaðar sem rúm 5% fjölgun frá sama tíma í fyrra. Þetta bendir til þess að störfum hafi fækkað meira síðastliðið ár en sem nemur fjölgun atvinnulausra milli ára.