Orka heimilanna hagnaðist um 66 milljónir króna, samanborið við 14 milljónir árið 2023. Tekjur tvöfölduðust milli ára og námu ríflega milljarði króna.

Í ársreikningi segir að rekstur ársins hafi gengið vel og viðskipti aukist en innkaupsverð raforku hafi hækkað mikið vegna þurrka og vatnsskorts. Stjórn leggur til að 14 milljónir króna verði greiddar í arð.

Lykiltölur / Orka heimilanna ehf.

2024 2023
Rekstrartekjur 1.023 516
Orkukaup 889 466
Eigið fé 107 37
Afkoma 66 14
- í milljónum króna

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu sem kom út 16. júlí 2025.