Gjaldþrot fyrirtækja nær tvöfölduðust á milli ára í mars samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofunni. Alls voru 208 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta en þau voru 107 í mars 2010. Flest voru fyrirtækin starfrækt í byggingageiranum. Á fyrstu þremur mánuðum ársins voru 433 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta og fjölgar þeim um 47% á milli ára en í mars urðu 294 fyrirtæki gjaldþrota.

Nýskráningum einkahlutafélaga fjölgaði á milli ára í marsmánuði en alls voru 178 einkahlutafélög skráð í mánuðinum. Í mars 2010 voru 164 einkahlutafélög skráð og er fjölgunin því 8,5% á milli ára. Á fyrsta ársfjórðungi voru alls skráð 443 ný einkahlutafélög skráð en í fyrra voru þau 469 á sama tímabili, sem sé fækkun um 5,5% á milli ára.